Um okkur

Garn og Kósý – Þegar vinátta og ástríða fyrir prjóni hittast

Í upphafi árs 2025 hringdi Guðný Ósk í Kötu með skemmtilega hugmynd – og þar sem Guðný er hvatvís og drífandi, og Kata yfirleitt tilbúin í ævintýri, var ekki langt að bíða viðbragða. Fljótlega var ákveðið að láta drauminn rætast og stofna saman fyrirtæki.

Báðar deilum við ástríðu fyrir prjóni og handverki – og vorum komnar á þann stað í lífinu að okkur langaði að einblína á það sem gleður okkur. Hugmyndin um að opna prjónabúð var því bæði rökrétt og gleðileg – og ákvarðanatakan jafn fljótleg og hún var skemmtileg.

Eitt kvöldið við eldhúsborðið var fyrirtækið stofnað – og auðvitað vildum við bjóða upp á meira en bara lopa og garn. Við ákváðum að bæta við völdum gjafavörum sem skapa notalega stemningu og gleði.

Nafnið? Það fæddist úr orða- og upphafsstafaleik, innblásið af því sem við elskum og viljum miðla áfram – Garn og Kósý.

Velkomin í okkar litríka, hlýja og skapandi heim. 💛