Collection: Ístex ®

Ístex 

Íslenskur textíliðnaður hf (Ístex hf) er ullarvinnslufyrirtæki sem vinnur að því að skapa sem mest verðmæti úr íslenskri ull.

Markmið Ístex er að framleiða hágæða vörur úr íslenskri ull fyrir þá sem kjósa náttúrulegar, sjálfbærar og umhverfisvænar vörur.

Fyrirtækið rekur ullarþvottarstöð á Blönduósi og spuna- og bandverksmiðju í Mosfellsbæ. Ullarvinnsla í Mosfellsbæ hefur staðið samfleytt frá árinu 1896, áður undir nafninu Álafoss. Ístex hf tók við starfseminni árið 1991. Bændur eiga yfir 80% hlut í Ístex.

Ístex kaupir ull beint frá bændum en félagið þvær og meðhöndlar um 99% af allri íslenskri ull. Ístex miðar að því að lágmarka umhverfisáhrif sín. Þvegin ull frá Blönduósi er vottuð samkvæmt STANDARD 100 by  OEKO-TEX®.

Ístex framleiðir handprjónaband úr íslenskri ull og má þar nefna Álafosslopa, Einbandi, Jöklalopa, Léttlopa og Plötulopa. Ístex gefur út handprjónabækur með fjölbreyttri hönnun. Þá framleiðir Ístex ullarteppi og hefur hafið framleiðslu á sængum úr íslenskri ull.